Home Fréttir Í fréttum Endurbygging á Bæjarhálsinum

Endurbygging á Bæjarhálsinum

210
0
Mynd: Orkuveitan / Hornsteinar

Höfuðstöðvar OR voru teknar í notkun á Bæjarhálsi 1 í Reykjavík á vormánuðum árið 2003. Byggingin er um 14.000 fermetrar og skiptist í tvö sjálfstæð hús; sjö hæða ferhyrnda byggingu (Austurhús) og aðra átta hæða bogalaga (Vesturhús).

<>

Húsin tvö eru tengd saman með 27 metra hárri glerhvelfingu.

Mynd: Orkuveitan / Hornsteinar

Það var mikið áfall þegar alvarlegar rakaskemmdir uppgötvuðust í Vesturhúsi síðla árs 2015. Fyrir utan hið augljósa fjárhagslega tjón þá er það grafalvarlegt þegar vinnuaðstaða getur bakað starfsfólki heilsutjón.

Aðgerðir stjórnenda OR hafa frá upphafi miðast að því að skapa fólki viðunandi vinnuaðstöðu og hafa helstu sérfræðingar verið hafðir með í ráðum við helstu ákvarðanir.

Þá hefur verið reynt að leita skynsamlegustu leiða til að ráða bót á skemmdunum og einnig að grafast fyrir um orsakir þeirra þannig að læra megi af.

Mynd: Orkuveitan / Hornsteinar

Fljótlega kom í ljós að mygla hafði myndast víða í útveggjum Vesturhúss og viðamiklar tilraunir voru gerðar til þess að laga veggina – sem gengu því miður ekki eftir.

Árið 2017 er síðan tekin ákvörðun um að loka húsinu og starfsemin færð annað. Ákveðið var að gefa sér góðan tíma í að skoða þá möguleika sem voru í stöðunni og fór fram ítarleg valkostagreining.

Mynd: Orkuveitan / Hornsteinar

Niðurstaðan er sú að fjarlægja gallaða útveggi hússins, rétta það af og endurbyggja veggina. Við hönnun endurbyggingarinnar var lögð áhersla á hagkvæmni, notagildi og sveigjanleika sem þjónar starfsemi OR og hagsmunum eigenda og viðskiptavina til framtíðar.

OR vinnur með Hornsteinum arkitektum og Verkís að verkefninu en útboð vegna vinnu við endurbygginguna er nú hafið.

Hér að neðan er hægt að sjá myndband þar sem farið er ítarlegra yfir þessa sögu og hvernig húsið mun koma til með að líta út.

 

Heimild: Orkuveitan.is