Tilboð opnuð í leigu á gámum og akstri fyrir endurvinnslustöðvarnar.
Þriðjudaginn 11. ágúst voru opnuð tilboð í leigu á gámum og akstur með úrgang fyrir endurvinnslustöðvar SORPU og sveitarfélaganna næstu 5 árin. Alls bárust tilboð frá þremur aðilum, Gámaþjónustunni, Íslenska gámafélaginu og Kubb. Útboðið var nokkuð flókið en heildartilboðsupphæðir upp lesnar voru sem hér segir:
- Gámaþjónustan 1.458.088.309,-
- Gámaþjónustan, frávik 1.442.081.518,-
- Íslenska gámafélagið 1.217.808.647,-
- Kubbur 1.575.526.325,-
Kostnaðaráætlun 1.167.899.000,-
Ofangreindar tölur eru birtar með fyrirvara um leiðréttingar sem kunna að koma í ljós við yfirferð tilboða