Home Fréttir Í fréttum Nýtt hús MR fyrir 2,6 milljarða

Nýtt hús MR fyrir 2,6 milljarða

279
0
Aðalbygging MR var byggt við Lækjargötu 7 árið 1846, en þjóðfundurinn var haldinn í húsnæðinu sem þá var það stærsta á landinu árið 1851. Mynd: Höskuldur Marselíusarson

Finna þarf 4.000 fermetra bráðabirgðahúsnæði meðan 2.200 fermetra nýbygging verður byggð á lóð Menntaskólans.

<>

lsta menntastofnun landsins, Menntaskólinn í Reykjavík, en MR-ingar hafa löngum rekið sögu skólans allt aftur til Skálholtsskóla á 11. öld, fær á næstunni andlitslyftingu með 2.200 fermetra nýbyggingu á lóðinni við Lækjargötuna.

Morgunblaðið segir frá því að borgarráð Reykjavíkur hefur nú fallist á að ganga til viðræðna um sameiginlega framkvæmd með ríkinu að nýja húsnæðinu sem áætlað er að kosti 2.626 milljónir króna, en þar af borgar ríkið 60% og borg 40%.

Þar með verður hlutur ríkissjóðs 1.575 milljónir króna og borgarinnar 1.050 milljónir króna.

Skólinn sem flutti fyrst til Reykjavíkur árið 1786, þaðan til Bessastaða árið 1805 og svo í núverandi húsnæði árið 1846 starfar nú í sjö húsum á lóðinni.

Þar á meðal í gömlu húsnæði KFUM sem ber nú heitið Casa Christi en 400 fermetrar af því húsi sem er friðað verður endurnýjað í framkvæmdunum nú, en afgangurinn verður rifinn.

Þar sem stór hluti húsnæðisins og lóðarinnar verður undirlagður framkvæmdum er gert ráð fyrir að ríkissjóðir greiði 750 til 900 milljónir króna í leigu á bráðabirgðahúsnæði fyrir skólahaldið á meðan, eða í um 4 til 5 ár.

Í nýja húsnæðinu verður bæði aðstaða fyrir mötuneyti sem og skrifstofurnar en þær síðarnefndu taka nú stóran hluta af Gamla skóla.

Þess má geta að í hátíðarsal gamla skólans var þjóðfundurinn 1851 haldinn, þar sem þjóðhetja Íslendinga, Jón Sigurðsson mótmælti því að Trampe greifi leysti upp fundinn eftir að ljóst var að þingheimur myndi ekki samþykkja að danska stjórnarskráin tæki gildi hér á landi heldur ætlaði að ræða hugmyndir um eigin stjórnarskrá fyrir Ísland.

Í kjölfarið tók þingheimur allur undir kröfur Jóns og sagði „Vér mótmælum allir“, en frægt málverk af þingfundinum er nú í anddyri Alþingishússins sem reist var skammt frá árið 1881 við Austurvöll.

Heimild: Vb.is