Home Fréttir Í fréttum Ístak velti 14 milljörðum

Ístak velti 14 milljörðum

559
0
Starfsmenn Ístak við uppsteypun á síðustu plötunni í undirstöðum Marriot hótelsins Aðsend mynd

Verktakafyrirtækið Ístak hagnaðist um 414 milljónir á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um 115 milljónir frá fyrra ári.

<>

Verktakafyrirtækið Ístak hagnaðist um 414 milljónir á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um 115 milljónir frá fyrra ári.

Tekjur námu ríflega 14,4 milljörðum króna og jukust um 1,3 milljarða frá fyrra ári.

Eignir námu 5,1 milljarði króna og eigið fé 2,1 milljarði um síðustu áramót. Laun og launatengd gjöld námu 3,8 milljörðum króna en 370 starfsmenn störfuðu að jafnaði hjá félaginu í fyrra.

Karl Andreassen er framkvæmdastjóri Ístaks, en verktakafélagið er í eigu danska félagsins Per Aarsleff Holding A/S.

Heimild: Vb.is