Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Utanhússfrágangur við tengibyggingu á íþróttahúsinu á Akranesi

Opnun útboðs: Utanhússfrágangur við tengibyggingu á íþróttahúsinu á Akranesi

287
0
Mynd: Skagafrettir.is

Í lok september voru opnuð tilboð í innan – utanhússfrágang við tengibyggingu sem kallast Þekjan á íþróttahúsinu við Vesturgötu.

<>

Þekjan var um margra ára skeið nýtt sem skólahúsnæði fyrir unglingadeildir Brekkubæjarskóla. Rýmið mun fá nýtt hlutverk sem tengibygging fyrir íþróttahúsið við Vesturgötu og nýja fimleikahúsið sem tekið var í notkun nýverið.

Þrjú fyrirtæki buðu í vekefnið en kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar var upp á 31,2 milljónir kr. SF smiðir buðu lægst og á fundi skipulags – og umhverfisráðs var sviðsstjóra falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

Eftirfarandi tilboð bárust.

GS Import ehf            kr. 39.982.200
Skagaver ehf.             kr. 36.872.130
SF smiðir ehf.             kr. 33.870.034

Kostnaðaráætlun     kr. 31.212.500

Heimild: Skagafrettir.is