Home Fréttir Í fréttum Borist fimm tilboð vegna Nýs spítala

Borist fimm tilboð vegna Nýs spítala

301
0

Alls hafa fimm hópar lagt inn umsókn um hönnun og byggingu bílastæða- og tæknihúss Nýja Landspítalans.

<>

Fimm hópar skiluðu inn umsóknum vegna forvalsins vegna útboði á fullnaðarhönnun og byggingu bílastæða- og tæknihúss Nýja Landspítalans.

Opnað var fyrir umsóknir þann 6. október síðastliðinn.

Bílastæðahluti hússins er um 16.900 m² eða 540-570 bílastæði. Tæknirými meðal annars vegna varaaflskerfa er um 2.300 m² og geymslur 500 m².

Nýr Landspítali ohf. stefnir að útboði hússins innan nokkurra mánaða og að jarðvinna geti hafist á árinu 2021.

„Forvalsnefnd Nýs Landspítala ohf. mun skila niðurstöðum 21. október um hæfis- og hæfnismat, en heimilt er skv. forvalsgögnum að heimila allt að fimm þátttakendum boð í útboðinu,“ kemur fram í tilkynningunni.

Eftirfarandi aðilar skiluðu inn umsókn.

  • Ístak með Arkþing Nordic og Eflu.
  • ÍAV með Batterínu og Verkís.
  • Eykt með Tark og VSÓ.
  • ÞG verktakar með Arkís, Mannvit.
  • Rizzani de Eccher með Þingvang, Urban arkitektum, Wim de Bruijn, Brekke & Strand, Verkfræðistofu Reykjavíkur og Örugg verkfræðistofu.

Heimild: Vb.is