5.8.2015
Tilboð opnuð 5. ágúst 2015. Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í gerð Dettifossvegar (862) í Norðurþingi í Norður-Þingeyjarsýslu frá Ásheiði og suður fyrir Tóvegg. Lengd útboðskaflans er 4,6 km.
Helstu magntölur eru:
– Bergskeringar 10.760 m3
– Aðrar skeringar 17.260 m3
– Fyllingar 112,010 m3
– Fláafleygar 24.520 m3
– Ræsalögn 120 m
– Endafrágangur ræsa 10 stk
– Neðra burðarlag (styrktarlag) 26.850 m3
– Efra burðarlag 7.660 m3
– Tvöföld klæðing 34.685 m2
– Frágangur fláa með svarðlagi 61.800 m2
– Frágangur fláa 83.564 m2
Vinna við vegagerð getur hafist eftir 10. ágúst 2015.
1. Áfangi:
Verktaki skal ljúka ræsagerð, gerð fyllinga, fláafleyga, neðra burðarlags, efnisvinnslu og hluta af útlögn neðri hluta efra burðarlags fyrir 31. desember 2015.
2. Áfangi:
Verkinu skal að fullu lokið 15. júlí 2016.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Ístrukkur ehf., Jón Ingi Hinriksson og Norðurtak ehf., Kópaskeri | 377.964.751377.964.751 | 125,3 | 0 |
þ.S. Verktakar ehf., Egilsstöðum | 366.686.714 | 121,5 | -11.278 |
Áætlaður verktakakostnaður | 301.744.000 | 100,0 | -76.221 |