Home Fréttir Í fréttum Svona mun Norðurbakkinn í Hafnarfirði líta út

Svona mun Norðurbakkinn í Hafnarfirði líta út

383
0
„Það má í raun segja að Norðurbakkinn sé ein af perlunum okkar,“ segir Kristín Thoroddsen, bæjarfulltrúi og formaður hafnarstjórnar Mynd: Hafnarfjarðarbær

Til stendur að breyta Norðurbakkanum í Hafnarfirði til að efla mannlíf. Meðfylgjandi myndir sýna hönnun á götu fyrir gangandi og hjólandi með ljósastaurum úr timbri sem minna á skipsmöstur.

<>

Búið er að samþykkja að fara í hönnun og yfirborðsfrágang á Norðurbakka í Hafnarfirði með það að markmiði að tengja miðbæinn og gera hann aðlaðandi fyrir íbúa og gesti.

Þjónusturýmum verður fjölgað og verður komið fyrir göngugötu og stauralýsingu með kösturum úr timbri sem minna á skipsmöstur.

Norðurbakkinn var fram á miðja síðustu öld eina bryggjan í bænum og er saga hennar samofin sjávarútvegi og siglingum og eru því ljósastaurarnir viðeigandi hönnun sem minnir á fyrrum hlutverk bryggjunnar.

Hönnun svæðisins miðar að því að halda hráu yfirbragði hafnarsvæða. Mynd: Hafnarfjarðarbær

Ein af perlum Hafnarfjarðar
Kristín Thoroddsen, bæjarfulltrúi og formaður hafnarstjórnar, segir markmiðið að efla mannlíf, koma fyrir íbúðabyggð og fjölda verslunar- og þjónusturýmum.

„Það má í raun segja að Norðurbakkinn sé ein af perlunum okkar. Þar er töluverð umferð gangandi og hjólandi nú þegar en útsýnið þaðan afar fallegt,“ segir Kristín.

Halda hráu yfirbragði hafnarsvæða
Verkefnið er þrískipt; undirbúningsvinna að grjóthleðslu meðfram hafnarþilinu sem er hafin, Norðurgarðurinn og bakkinn sjálfur ásamt yfirborði hans.

Grjótvörnin gefur möguleika á að koma fyrir flotbryggju í framtíðinn. Þó verður því sleppt að grjótverja austasta hluta Norðurbakkans en þar er einmitt vinsælast að dorga á hafnarbakkanum.

Norðurgarðurinn verður hækkaður þannig að hann standi upp úr hæstu flóðum. Mynd: Hafnarfjarðarbær

Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt hjá Landslagi segir hönnun svæðisins miða að því að halda hráu yfirbragði hafnarsvæða en bjóða jafnframt upp á fjölbreyttari möguleika til útivistar en nú er og búa til staði og tilefni til að staldra við.

Nóg pláss fyrir gangandi og hjólandi. Norðubakkinn minnir á Ósló. Mynd: Hafnarfjarðarbær

Þannig verður meginflötur bakkans lagður nýju malbiki en það verður brotið upp með áningarstöðum í tengslum við allar botnalangagötur með bekkjum og stauralýsingu. Gróður verður á jöðrum svæðisins með stökum trjám í línu sem skilur á milli stígs í gegnum svæðið fyrir hjólandi og gangandi.

Heimild: Frettabladid.is