Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Gengið til samn­inga við Eykt upp á 8,7 millj­arða

Gengið til samn­inga við Eykt upp á 8,7 millj­arða

323
0
Í lok ág­úst­mánaðar voru opnuð til­boð vegna bygg­ing­ar meðferðar­kjarna nýs Land­spít­ala. Nú hef­ur verið gengið til samn­inga við lægst­bjóðanda. Ljós­mynd/​Ari Þor­leifs­son

Gengið hef­ur verið til samn­inga við Eykt vegna upp­steyp­un­ar á meðferðakjarna nýja Land­spít­al­ans, en um er að ræða fram­kvæmd sem Eykt bauð 8,68 millj­arða í. Er áformað að fram­kvæmd­ir hefj­ist í nóv­em­ber og standi í um þrjú ár.

<>

Fimm verk­tök­um var boðin þátt­töku­heim­ild í útboðinu eft­ir for­var og var Eykt sem fyrr seg­ir hlut­skarp­ast.

Var til­boð Eykt­ar lægst, eða 82% af kostnaðaráætl­un, sem var upp á 10,5 millj­arða án virðis­auka­skatts.

Jarðvegs­fram­kvæmd­um við grunn húss­ins er lokið, en það var ÍAV hf. sem sá um þann þátt. Verður nýr meðferðar­kjarni 70 þúsund fer­metr­ar að stærð.

„Þetta er einn af stærri áföng­um í Hring­braut­ar­verk­efn­inu og unnið hef­ur verið að und­ir­bún­ingi þessa skrefs um lang­an tíma,” er haft eft­ir Gunn­ari Svavars­syni, fram­kvæmda­stjóra NLSH ohf., í til­kynn­ingu.

„Fram und­an er vissu­lega mik­il­vægt upp­steypu­verk­efni, en það eru einnig fjöl­marg­ir aðrir verkþætt­ir hand­an við hornið s.s. útboð á jarðvinnu rann­sókna­húss­ins og al­út­boð eft­ir for­val á bíla­stæða- og tækni­hús­inu, en for­valið verður opnað á morg­un.”

Meðferðar­kjarn­inn verður stærsta bygg­ing­in í Hring­braut­ar­verk­efn­inu, en í hús­inu verður þunga­miðjan í starf­semi Land­spít­al­ans.

Meðferðar­kjarn­inn er hugsaður út frá starf­semi bráða- og há­skóla­sjúkra­húss, með áherslu á ein­falt og skýrt fyr­ir­komu­lag ásamt greiðum leiðum milli starf­sein­inga.

Heimild: Mbl.is