Home Fréttir Í fréttum Ný brú á Jök­ulsá verður 163 metr­ar

Ný brú á Jök­ulsá verður 163 metr­ar

278
0
Sól­heimas­and­ur. Nýja brú­in verður vænt­an­lega til­bú­in í nóv­em­ber 2021. Tölvu­mynd/​Verkís

Verk­fræðistof­an Verkís hef­ur birt tölvu­mynd af nýrri brú sem smíðuð verður yfir Jök­ulsá á Sól­heimas­andi.

<>

Eins og fram kom í frétt hér í blaðinu á fimmtu­dag­inn hef­ur Vega­gerðin óskað eft­ir til­boðum í smíði brú­ar­inn­ar og verða til­boð opnuð þriðju­dag­inn 27. októ­ber nk.

Sam­kvæmt útboðslýs­ingu verður heild­ar­lengd veg­kafla á hring­vegi um einn kíló­metri.

Nýja brú­in, sem Verkís hann­ar, verður eft­ir­spennt bita­brú í fimm höf­um, alls 163 metr­ar.

Hún verður reist á sama stað og sú gamla, sem verður rif­in. Bráðabirgðabrú verður gerð sem vinnu­flokk­ur Vega­gerðar­inn­ar smíðar.

Gamla brú­in á Jök­ulsá aust­an Skóga er eina ein­breiða brú­in á leiðinni frá Reykja­vík og aust­ur að Kirkju­bæj­arklaustri.

Hún var byggð árið 1967. Við brúna hafa oft mynd­ast lang­ar bíl­araðir þegar um­ferð er mest á sumr­in.

Heimild: Mbl.is