Home Fréttir Í fréttum Hornsteinn hagnaðist um 705 milljónir

Hornsteinn hagnaðist um 705 milljónir

250
0
Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins, var áður þingmaður og varaformaður Viðreisnar. Mynd: Haraldur Guðjónsson /vb.is

Hagnaður móðurfélags BM Vallár dróst þó saman um tæplega helming í fyrra samanborið við árið á undan.

<>

Eignarhaldsfélagið Hornsteinn, sem er móðurfélag BM Vallár, Sementsverksmiðjunnar og Björgunar, hagnaðist um 705 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um tæplega helming frá fyrra ári.

Félagið velti 7,5 milljörðum króna í fyrra en árið á undan velti félagið 8,4 milljörðum.

Eignir námu 5,8 milljörðum króna um síðustu áramót og eigið fé nam tæplega 4,7 milljörðum króna. Þorsteinn Víglundsson var ráðinn forstjóri Hornsteins fyrr á þessu ári, en hann sagði af sér þingmennsku til að taka við starfinu.

Heimild: Vb.is