Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lagt fram er jafnframt kveðið á um heimild til sölu eða útleigu á ýmsum fasteignum skóla- og heilbrigðisstofnana, sem og fleiri eigna, og heimild til að kaupa eða leigja önnur hentugri í staðinn.
Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun gerir nýtt fjárlagafrumvarp ráð fyrir 264 milljarða króna hallarekstri á næsta ári.
Meðal eigna sem talað er um að selja er lögreglustöðin við Hverfisgötu, fasteign Landhelgisgæslunnar við Seljaveg, ásamt lóð við Mýrargötu og Ánanaust, Tollhúsið við Tryggvagötu, fasteignir á Vífilsstöðum og íþróttahús í eigu ríkisins við Stakkahlíð.
Jafnframt er talað um sölu á húsnæði bæði Héraðsdóms Reykjavíkur í Austurstræti og húsnæði Landsdóms við Vesturvör í Kópavogi, og kaupa eða leigja önnur húsnæði í staðinn.
Auk fyrrnefndra eigna er talað um sölu fjölmargra fasteigna í Reykjavík, sem og á landsbyggðinni, þar á meðal fjöldi jarða og íbúðarhúsnæðis í dreifbýli, auk eignarhluta í ýmsum fyrirtækjum, þar á meðal ríkisbönkunum tveimur.
Heimild: Vb.is