Home Fréttir Í fréttum Tekur við Verkvali af föður sínum

Tekur við Verkvali af föður sínum

153
0
Gunnar Rafn Jónsson, nýr framkvæmdastjóri Verkvals, ásamt fyrirrennara sínum og föður, Jóni Björnssyni. Aðsend mynd

Gunnar Rafn Jónsson er nýr framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Verkvals. Áður rak faðir hans það í yfir 30 ár.

<>

Gunnar Rafn Jónsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Verkvals af föður sínum Jóni Björnssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá upphafi eða í rúma þrjá áratugi. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Gunnar segist spenntur fyrir nýju starfi en hann hefur starfað undanfarin ár hjá Verkvali. „Ég hlakka til að leiða fyrirtækið og okkar frábæra starfsfólk í átt að enn betri þjónustu við viðskiptavini okkar með virðingu fyrir umhverfinu og snyrtimennsku að leiðarljósi,“ er haft eftir Gunnari í tilkynningunni.

Faraldurinn er sagður hafa haft nokkur áhrif á félagið. „Afleidd verkefni okkar við ferðaþjónustu eru talsverð og því hefur Covid verið nokkurt högg fyrir okkur.

Hins vegar erum við heppin að vera með breitt þjónustuframboð og sem betur fer er nokkuð umleikis í skólpviðgerðum, rotþróalosun, stíflulosunum og myndatökum á lögnum en fólk er t.d. farið í auknum mæli að vilja mynda lagnir við kaup á húsnæði.“

Heimild: Vb.is