Vestmannaeyjabær óskaði á dögunum eftir verðtilboðum í gatnagerð í Áshamri samkvæmt samþykktu deiliskipulagi. Niðurstaða verðtilboða var kynnt á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í dag.
Gröfuþjónusta Brinks bauð kr. 59.891.561 í verkið og HS vélaverk bauð kr. 73.252.290..
Í útsendum gögnum var gert ráð fyrir að verkinu yrði skipt í verkþætti eftir framgangi nýbygginga á svæðinu.
Gera má ráð fyrir að 1. verkhluti muni kosta um 26 milljónir miðað við fyrirséðar framkvæmdir, að því er segir í fundargerð frá fundi ráðsins.
Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið feli framkvæmdastjóra að ganga til samninga við Gröfuþjónustu Brinks á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
Ekki var gert ráð fyrir fjármagni í gatnagerð við Áshamar á yfirstandandi fjárhagsári og óskar ráðið eftir því við bæjarráð að veitt verði aukafjárveiting í verkið að upphæð 26 milljónir króna á árinu 2020.
Heimild: Eyjar.net