Home Fréttir Í fréttum 27.10.2020 Hringvegur (1) um Kjalarnes 1. áfangi, Varmhólar – Vallá, eftirlit (EES)

27.10.2020 Hringvegur (1) um Kjalarnes 1. áfangi, Varmhólar – Vallá, eftirlit (EES)

196
0
Varmhólar, þar sem byrjað verður að breikka veginn, sjást ofarlega til vinstri. STÖÐ 2/SKJÁSKOT.

Vegagerðin býður hér með út eftirlit með breikkun Hringvegar
(1-f5) í 2+1 veg frá Varmhólum að Vallá með hringtorgi við Móa, undirgöngum við Varmhóla og Saltvík auk hliðarvega og stíga.

<>

Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar, Veitna og Gagnaveitu Reykjavíkur.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 21. september 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 27. októberí 2020.

Ekki verður haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um
nöfn bjóðenda í útboðinu.

Föstudaginn 30 október 2020 verður bjóðendum tilkynnt verðtilboð hæfra bjóðenda.