Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Skrifað undir samning um breikkun Hringvegar á Kjalarnesi

Skrifað undir samning um breikkun Hringvegar á Kjalarnesi

841
0
Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks og Óskar Örn Jónsson forstöðumann framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar skrifa undir samninginn. Mynd: Vegagerðin

Í dag var undirritaður samningur á milli Vegagerðarinnar og Ístaks hf. um lagningu fyrsta áfanga í breikkun Hringvegar um Kjalarnes milli Kollafjarðar og Hvalfjarðar.

<>

Um er að ræða breikkun á 4,1 km löngum kafla Hringvegar frá Varmhólum að Vallá. Breikka á núverandi 2 akreina veg í 2+1 veg með aðskildum akbrautum.

Í verkinu felst gerð hringtorgs við Móa, tvenn undirgöng úr stálplötum við Varmhóla og Saltvík, áningarstaður, hliðarvegir og stígar.

Viðstödd voru líka Anna Elín Jóhannsdóttir og Gunnar Sigurgeirsson frá Vegagerðinni og Guðmundur Gíslason, Agnar Strandberg og Þröstur Sívertsen frá Ístaki. Mynd: Vegagerðin

Fergja á vegstæði og framtíðarstæði stíga meðfram hliðarvegum.

Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar, Veitna og Gagnaveitu Reykjavíkur.

Verkinu tilheyra ræsi, regnvatnslagnir, veglýsing, lagnir fyrir upplýsingakerfi Vegagerðarinnar og breytingar á lögnum veitufyrirtækja.

Áætluð verklok eru 2023.

Ístak mun strax hefja vinnu við verkið.

Heimild: Vegagerðin.is