
Í dag var undirritaður samningur á milli Vegagerðarinnar og Ístaks hf. um lagningu fyrsta áfanga í breikkun Hringvegar um Kjalarnes milli Kollafjarðar og Hvalfjarðar.
Um er að ræða breikkun á 4,1 km löngum kafla Hringvegar frá Varmhólum að Vallá. Breikka á núverandi 2 akreina veg í 2+1 veg með aðskildum akbrautum.
Í verkinu felst gerð hringtorgs við Móa, tvenn undirgöng úr stálplötum við Varmhóla og Saltvík, áningarstaður, hliðarvegir og stígar.

Fergja á vegstæði og framtíðarstæði stíga meðfram hliðarvegum.
Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar, Veitna og Gagnaveitu Reykjavíkur.
Verkinu tilheyra ræsi, regnvatnslagnir, veglýsing, lagnir fyrir upplýsingakerfi Vegagerðarinnar og breytingar á lögnum veitufyrirtækja.
Áætluð verklok eru 2023.
Ístak mun strax hefja vinnu við verkið.
Heimild: Vegagerðin.is