Home Fréttir Í fréttum Hafa selt 92% íbúðanna í Smára­byggð

Hafa selt 92% íbúðanna í Smára­byggð

148
0

Hverfið Smára­byggð er suður af Smáralind í Kópa­vogi. Upp­bygg­ing­in er hluti af þétt­ingu byggðar og hluti af nýju miðbæj­ar­svæði.

<>

Íbúðirn­ar eru í sex fjöl­býl­is­hús­um í Sunnu­smára 16-25 og er síðast­nefnda húsið ætlað 60 ára og eldri.

Mynd­in af svæðinu sem fylg­ir þess­ari frétt er unn­in af ONNO ehf.

Ingvi Jónas­son, fram­kvæmda­stjóri Klasa, seg­ir 54 til­boð hafa borist síðan kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hófst.

Miðað er við gild til­boð eða kaup­samn­inga.

„Það hef­ur gengið mjög vel í sum­ar. Júlí var ann­ar stærsti mánuður­inn okk­ar í söl­unni en þá seld­ust 18 íbúðir.

Fyrri met­mánuður var maí 2019 en þá seld­ust 19 íbúðir,“ seg­ir Ingvi um gengið í sum­ar.

Kom­in eru til­boð í all­ar íbúðir í Sunnu­smára 24-28 og Sunnu­smára 20-22 og ein íbúð er óseld í Sunnu­smára 19-21.

Ingvi seg­ir aðspurður að meðal­stærð seldra íbúða í far­aldr­in­um sé held­ur stærri en fyr­ir far­ald­ur­inn.

„Það er samt sem áður ágæt­is blönd­un. Við erum bæði að selja minni og stærri íbúðir,“ seg­ir Ingvi.

Seld­ar á lista­verði
Hann seg­ir aðspurður að selt sé á lista­verði og því hafi ekki verið veitt­ur af­slátt­ur af upp­settu verði.

„Við verðleggj­um hvern reit þegar við byrj­um að selja og síðan höf­um við haldið því verði,“ seg­ir Ingvi.

Spurður um áhrif vaxta­lækk­ana á söl­una seg­ir Ingvi að slík­ar breyt­ing­ar hljóti að hafa áhrif.

Hann seg­ir kaup­enda­hóp­inn ekki hafa breyst nema hvað Sunnu­smári 25 sé fyr­ir 60 ára og eldri. Ald­urs­sam­setn­ing kaup­enda er sýnd á graf­inu hér fyr­ir ofan.

Ingvi seg­ir aðspurður að Kópa­vogs­bær hafi kauprétt að ör­fá­um íbúðum í hverf­inu.

Þá hafi færri en 10 íbúðir verið seld­ar fjár­fest­um. Því sé nær ein­göngu um sölu til ein­stak­linga að ræða.

Upp­steypa á rúm­lega 80 íbúðum í næsta áfanga er haf­in. Þær koma til af­hend­ing­ar eft­ir 16-18 mánuði.

Ingvi seg­ir hugs­an­legt að þær fari í sölu fyr­ir vorið eða sum­arið 2021. Hann seg­ir að far­ald­ur­inn hafi al­mennt ekki tafið upp­bygg­ing­una.

Lýk­ur eft­ir fjög­ur til fimm ár
Gert er ráð fyr­ir að byggðar verði 690 íbúðir í hverf­inu eða 15 fleiri en áður var ráðgert, og er áformað að ljúka fram­kvæmd­um eft­ir fjög­ur til fimm ár.

Að sögn Ingva var ný­verið boðið upp á deili­bíl í 201 Smára. „Það verður spenn­andi að sjá viðtök­urn­ar en íbú­ar fá sér­stök kjör og m.a. frítt áskrift­ar­gjald,“ seg­ir Ingvi.

Hand­an Reykja­nes­braut­ar hafa hundruð íbúða verið byggðar í Linda­hverf­inu á síðustu árum.

Grein­in birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu 3. sept­em­ber.

Heimild: Mbl.is