Home Fréttir Í fréttum Fimm íbúðir í gamla kín­verska sendi­ráðinu

Fimm íbúðir í gamla kín­verska sendi­ráðinu

279
0
Fyrr­ver­andi hús­næði kín­verska sendi­ráðsins verður breytt. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Þetta er mynd­ar­legt hús og ég held að það verði mjög skemmti­legt þegar end­ur­bót­um er lokið,“ seg­ir Friðbert Friðberts­son, for­stjóri Heklu.

<>

Friðbert er eig­andi húss­ins á Víðimel 29 sem um ára­bil var í eigu kín­verska sendi­ráðsins og þykir ein af fal­legri bygg­ing­um í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur.

Það hef­ur staðið autt um hríð en nú á að gera brag­ar­bót á.

Friðbert hef­ur sótt um leyfi hjá skipu­lags­yf­ir­völd­um í Reykja­vík til að breyta eign­inni í fimm sjálf­stæðar íbúðir, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Það var Ein­ar Sveins­son arki­tekt sem teiknaði húsið, sem er 724,5 fer­metr­ar að stærð, byggt árið 1946.

Fast­eigna­mat húss­ins fyr­ir næsta ár er rúm­ar 290 millj­ón­ir króna.

Heimild: Mbl.is