Mikill munur var á tilboðum í uppsteypu og fullnaðarfrágang skrifstofuhúsnæðis Alþingis.
Fjögur tilboð bárust og hljóðaði það lægsta upp á þrjá milljarða króna en það hæsta upp á fjóra milljarða.
Kostnaðaráætlun er upp á 3,27 milljarða króna.
Tilboðin voru opnuð í dag. Fjögur fyrirtæki skiluðu inn tilboðum.
Annars vegar var boðið í fjögurra hæða grunnhús en hins vegar í fimm hæða hús. Farið verður yfir tilboðin og metið hvert þeirra er hagstæðast.
ÞG verktakar áttu í báðum tilfellum lægsta tilboð, upp á 3,05 milljarða og 3,33 milljarða. Rizzani de Eccher S.p.A. átti hæstu boðin, 4,03 milljarða og 4,42 milljarða króna.
ÞG verktakar | 3.047.032.626 | 3.327.158.429 |
Ístak | 3.066.270.625 | 3.359.318.174 |
Eykt | 3.897.277.130 | 4.267.244.575 |
Rizzani de Eccher S.p.A. | 4.030.076.362 | 4.423.664.337 |
Heimild: Ruv.is