Home Fréttir Í fréttum Mikill munur á tilboðum í þingbyggingu

Mikill munur á tilboðum í þingbyggingu

362
0
Mynd: RÚV

Mikill munur var á tilboðum í uppsteypu og fullnaðarfrágang skrifstofuhúsnæðis Alþingis.

<>

Fjögur tilboð bárust og hljóðaði það lægsta upp á þrjá milljarða króna en það hæsta upp á fjóra milljarða.

Kostnaðaráætlun er upp á 3,27 milljarða króna.

Tilboðin voru opnuð í dag. Fjögur fyrirtæki skiluðu inn tilboðum.

Annars vegar var boðið í fjögurra hæða grunnhús en hins vegar í fimm hæða hús. Farið verður yfir tilboðin og metið hvert þeirra er hagstæðast.

ÞG verktakar áttu í báðum tilfellum lægsta tilboð, upp á 3,05 milljarða og 3,33 milljarða. Rizzani de Eccher S.p.A. átti hæstu boðin, 4,03 milljarða og 4,42 milljarða króna.

ÞG verktakar 3.047.032.626 3.327.158.429
Ístak 3.066.270.625 3.359.318.174
Eykt 3.897.277.130 4.267.244.575
Rizzani de Eccher S.p.A. 4.030.076.362 4.423.664.337

Heimild: Ruv.is