Home Fréttir Í fréttum Unnur Brá yfir stýrihópi um skipulag framkvæmda við Landspítala

Unnur Brá yfir stýrihópi um skipulag framkvæmda við Landspítala

210
0
Unnur Brá Konráðsdóttir

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur skipað stýrihóp til að annast umsjón og samþættingu allra þátta skipulags við framkvæmdir vegna uppbyggingar Landspítala við Hringbraut.

<>

Formaður hópsins er Unnur Brá Konráðsdóttir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Skipun hópsins er í samræmi við tillögu heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnar 24. maí síðastliðnum. Hann á að hafa yfirsýn yfir öll verkefni uppbyggingar Landspítala, staðfesta áætlanir og tryggja að verkefnið lúti áherslum stjórnvalda varðandi hlutverk Landspítala, áætlunum um verkefni og rekstur hans og jafnframt að verkefnið byggi á stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum.

Stýrihópurinn mun bera ábyrgð gagnvart heilbrigðisráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Í því felst meðal annars að móta stefnu, annast yfirstjórn og samhæfingu allra þátta verkefnisins og enn fremur að veita ráðgjöf um þróun á hlutverki Landspítala, rekstrarforsendur og umbætur í nýju starfsumhverfi.

Stýrihópurinn er svo skipaður:

  • Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður
  • Ásta Valdimarsdóttir, heilbrigðisráðuneytinu
  • Guðmundur Árnason, fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Páll Matthíasson, Landspítala
  • Gunnar Guðni Tómasson, Landsvirkjun

Nánar er fjallað um verkefnið og hlutverk stýrihópsins í erindisbréfi sem má lesa hér:

Erindisbréf stýrihópsins

Heimild: Dv.is