Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir í Hvalfjarðarsveit í sumar

Framkvæmdir í Hvalfjarðarsveit í sumar

211
0
Mynd: Hvalfjarðarsveit

Í sumar hafa verið framkvæmdir í Hvalfjarðarsveit, vinna við 400m langan göngustíg við Hlíðarbæjarveg stendur yfir og eru áætluð verklok 1. október.

<>

Settar hafa verið upp tvær rafhleðslustöðvar önnur við Stjórnsýsluhúsið Innrimel 3, Melahverfi og ein við Heiðarskóla.

Háimelur og Brekkumelur í Melahverfi hafa verið malbikaðar og unnið er í frágangi göngustíga.

Verklok eru áætluð 1. september á þessum áfanga.

Einnig hefur verið unnið við vatnsból fyrir Heiðarskóla í landi Hávarsstaða og Neðra-Skarðs.

Umsjón með þessum verkum hefur verið í höndum umsjónarmanns eigna, Hlyns Sigurdórssonar.

Heimild: Hvalfjarðasveit.is