Home Fréttir Í fréttum Opna tilboð í eitt stærsta hús sem hefur verið byggt

Opna tilboð í eitt stærsta hús sem hefur verið byggt

398
0
Mynd: Nýr Landspítali/NLSH ohf.
Tilboð í uppsteypu á meðferðarkjarna nýja Landspítalans verða opnuð á föstudag.
Fimm fyrirtæki undirbúa tilboð. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri nýs Landspítala, segir spennandi að sjá hvernig tilboðin verða, hvort þau verði í samræmi við kostnaðaráætlun, eða undir áætlun, svo stjórnvöld geti haldið óhikað áfram.

„Vissulega yrði það okkur, eigum við ekki að segja áfall  ef það væri verið að bjóða í dag verulega yfir áætlun. Það yrði að taka það til endurmats.

<>

Það er alltaf þannig þegar svoleiðis kemur. Hér er um að ræða eitt stærsta hús sem hefur verið byggt á Íslandi.

Það er 70 þúsund fermetrar, átta hæðir, tveir kjallarar, sex hæðir neðan götu og fimm hæðir ofan götu. Flöturinn sem við erum að vinna með er eins og tveir knattspyrnuvellir,“ segir Gunnar.

Slíkar framkvæmdir taka sinn tíma. „Bara að steypa það upp tekur 33 mánuði. Við erum að tala um nær þrjú ár, bara að hella stöðugt steypu í mót,“ sagði Gunnar Svavarsson í síðdegisútvarpinu á Rás 2.

Heimild: Ruv.is