Home Fréttir Í fréttum Nýtt frystihús Samherja á Dalvík tekið í notkun

Nýtt frystihús Samherja á Dalvík tekið í notkun

136
0
Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Vinnsla í nýju frystihúsi Samherja á Dalvík hófst í dag. Frystihúsið er um níu þúsund fermetrar og hleypur fjárfesting fyrirtækisins á sex milljörðum króna.

Húsið formlega tekið í notkun í gær

Samherji gerði samning við Dalvíkurbyggð um lóð á uppfyllingu við Dalvíkurhöfn um mitt ár 2017. Til viðbótar byggði sveitarfélagið upp viðlegukant til að bæta löndunaraðstöðu við nýtt fiskvinnsluhús.

<>

Húsið var svo formlega tekið í notkun við hátíðlega athöfn í gær og hófst vinnslan snemma í morgun.

Mun taka tíma að ná fullum afköstum

Frystihúsið er búið allir nýjustu tækni en þar má meðal annars finna fjórar vinnslulínur, fimm flökunarvélar og sjálfvirka lyftara.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir í samtali við Mbl.is að með opnun frystihússins ljúki fjögurra ára vinnu.

Nú fari af stað vinna við að þjálfa starfsfólk í notkun búnaðarins. Hann reiknar með að einhvern tíma taki að ná fullum afköstum þar sem um algerlega nýjan búnað sé að ræða.

Sveitarstjóri vildi ekki veita viðtal

Stjórnendur Samherja gáfu ekki færi á viðtali vegna opnunar frystihússins. Þá vildi Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar ekki veita fréttastofu viðtal.

Hún sagði Ríkisútvarpið skulda Dalvíkurbyggð afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar um Fiskidaginn mikla í þætti Kveiks þar sem fjallað var um starfsemi Samherja í Namibíu.

Heimild: Ruv.is