Home Fréttir Í fréttum Hagsjá: Aukin sala nýbygginga

Hagsjá: Aukin sala nýbygginga

167
0
Mynd: Bára Huld Beck/Kjarninn.is

Fleiri nýjar íbúðir seldust á öðrum ársfjórðungi í ár samanborið við sama tíma í fyrra. Mikið hefur verið byggt á síðustu árum og sums staðar hefur verð lækkað.

<>

Samantekt

Samkvæmt Verðsjá Þjóðskrár Íslands seldust alls 228 nýjar íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu á öðrum ársfjórðungi þessa árs sem eru 15% fleiri en seldust á sama tíma í fyrra. Þetta gerist á sama tíma og fjöldi þinglýstra kaupsamninga alls, drógust saman um 31% á höfuðborgarsvæðinu öllu.

Það eru því vísbendingar um að vinsældir nýbygginga séu að aukast. Mikið hefur verið byggt af nýjum íbúðum á síðustu árum og kann aukið framboð þeirra og verðlækkanir innan einstakra hverfa hafa aukið vinsældir þeirra.

Íbúðir í fjölbýli í þeim hverfum þar sem nýbyggingar seldust á 2F 2020. Kópavogur-1: Vesturbær, Austurbær, Hjallir og Smári. Kópavogur-2: Lindir, Salir, Hvörf, Þing og Kórar.
Heimild: Þjóðskrá Íslands, Hagfræðideild Landsbankans

Aukningin í sölu nýbygginga milli ára var mest í miðbæ Reykjavíkur þar sem 43 nýjar íbúðir seldust á öðrum ársfjórðungi í ár samanborið við einungis 11 talsins á sama tíma í fyrra.

Þar hefur meðal fermetraverð seldra nýbygginga lækkað hvað mest, eða um 7% milli ára. Að meðaltali voru greiddar um 627 þús.kr. fyrir hvern fermetra í nýrri íbúð í miðbænum á öðrum ársfjórðungi í ár samanborið við rúmlega 670 þús.kr. á sama tíma fyrir ári síðan.

Við greindum frá því á dögunum að vísbendingar væru um að mikið streymdi inn af nýjum íbúðum á sama tíma og þörf drægist saman vegna hægari mannfjöldaaukningar. Í fyrra jókst íbúðafjárfesting um rúm 30% milli ára.

Talning Samtaka iðnaðarins á íbúðum í byggingu frá því í vor, benti til þess að fullbúnum íbúðum sem ekki hafði verið flutt inn í hafi fjölgað talsvert. Slíkt getur verið til marks um að verr gangi að selja nýjar íbúðir en áður, eða að framboðið sé orðið nokkuð mikið miðað við eftirspurnina.

Gögn þjóðskrár um seldar íbúðir á öðrum ársfjórðungi benda hins vegar til þess að salan hafi verið nokkuð mikil.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Aukin sala nýbygginga (PDF)

Heimild: Landsbankinn.is