Home Fréttir Í fréttum Vís­bend­ing í krön­um

Vís­bend­ing í krön­um

156
0
Mynd: mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Vinnu­eft­ir­litið hef­ur um ára­bil tekið sam­an töl­ur um fjölda ör­ygg­is­skoðana sem gerðar eru á bygg­ing­ar­krön­um.

<>

Þess­ir vina­legu ris­ar eru tald­ir ágæt­is vís­bend­ing um stöðu efna­hags­mála hverju sinni, en nokkuð hef­ur dreg­ist sam­an í bygg­ing­ariðnaði síðasta miss­eri.

Jó­hanna Klara Stef­áns­dótt­ir, sviðsstjóri mann­virkja­sviðs Sam­taka iðnaðar­ins, seg­ir að síðasta út­tekt hafi leitt í ljós 53% sam­drátt í hús­bygg­ing­um, sem valdi nokkr­um áhyggj­um þar á bæ.

Um or­sak­ir sam­drátt­ar seg­ir Jó­hanna að þar komi að marg­ir sam­verk­andi þætt­ir.

Hún til­tek­ur að marg­ar bygg­ing­ar hafi verið á síðari stig­um, en erfiðlega hafi gengið að selja íbúðir í hærri verðflokk­um.

Það megi rekja til þess að þétt­ing­ar­stefna auki bygg­ing­ar­kostnað en ákall markaðar­ins sé frem­ur eft­ir ódýr­ari íbúðum sem henti fyrstu kaup­end­um og tekju­lægri.

Hún tel­ur stefnu sveit­ar­fé­laga gagn­rýni­verða og seg­ir að þörf sé á meiri sveigj­an­leika til að lækka bygg­ing­ar­kostnað.

Þessi staða hafi m.a. orðið til þess að verk­tök­um geng­ur verr að fjár­magna frek­ari upp­bygg­ingu.

Heimild: Mbl.is