Home Fréttir Í fréttum Íþrótta­höll yf­ir­gef­in í ára­tugi

Íþrótta­höll yf­ir­gef­in í ára­tugi

1579
0
Húsið hef­ur staðið fok­helt frá 1983 og í umræðu er að sprengja húsið. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Stór­hýsi í landi Reykja­ness í Gríms­nesi, sem reist var á veg­um Íþrótta­banda­lags Reykja­vík­ur, hef­ur staðið hálf­byggt og fok­helt í tæp­lega fjöru­tíu ár.

<>

Fyr­ir­ætlan­ir um að út­búa þarna æf­inga­búðir fyr­ir íþrótta­fé­lög í borg­inni runnu út í sand­inn og fram­kvæmd­um var hætt árið 1983.

Húsið í Reykja­nesi er alls um 1.400 fer­metr­ar og aldrei varð af því að reisa á staðnum íþrótta­hús eða koma upp sund­laug og keppn­is­völl­um eins og til stóð þegar jörðin var keypt í fyrr­nefnd­um til­gangi árið 1971.

Einkaaðilar keyptu Reykja­nesið fyr­ir rúm­lega 20 árum. Þeir nýta jörðina en húsið hef­ur verið auka­atriði í mál­inu.

Ýmsar hug­mynd­ir hafa þó verið um nýt­ingu þess, svo sem að breyta því í munkaklaust­ur eða dval­ar­heim­ili aldraðra.

Þá sýndi Ástþór Magnús­son at­hafnamaður hús­inu á sín­um tíma áhuga og vildi starf­rækja þar friðar­set­ur, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mann­virki þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is