Home Fréttir Í fréttum Garðheim­ar flytja í Suður-Mjódd

Garðheim­ar flytja í Suður-Mjódd

343
0
Mynd: mbl.is/​Golli

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur samþykkti á fundi sín­um á þriðju­dag­inn að veita Garðheim­um vil­yrði fyr­ir lóð ásamt bygg­ing­ar­rétti í Suður-Mjódd. Garðheim­ar höfðu sótt um lóð á þró­un­ar­svæðinu um­deilda Stekkj­ar­bakka Þ73 en fallið hef­ur verið frá þeim áform­um.

<>

Garðheim­ar höfðu átt í viðræðum við Reykja­vík­ur­borg um að flytja starf­semi sína á þró­un­ar­svæðið Stekkj­ar­bakka Þ73 en þar á að byggja gróður­hvelf­ingu. Ekk­ert svar hafði borist frá borg­inni í fe­brú­ar sl., þrem­ur og hálfu ári eft­ir að sótt var form­lega um lóðina.

Borg­ar­ráðsfull­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Viðreisn­ar, Pírata og Vinstri-grænna lögðu fram bók­un á fundi borg­ar­ráðs þar sem því er fagnað að framtíðarstaðsetn­ing Garðheima sé fund­in og einnig að hún verði áfram inn­an Breiðholts.

Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins fagna því að vikið hafi verið frá fyrri áform­um, um að koma starf­semi Garðheima fyr­ir í Elliðaár­daln­um.

Telja þeir að upp­bygg­ing starf­sem­inn­ar í daln­um hefði haft í för með sér mikið um­hverf­isrask, aukna bílaum­ferð og til­heyr­andi fjölda bíla­stæða á mik­il­vægu grænu svæði í borg­ar­land­inu og ætla megi að Suður-Mjódd verði mun heppi­legri staður fyr­ir starf­semi Garðheima.

Hekla hf. átti upp­haf­lega að fá lóðina

Bók­un áheyrn­ar­full­trúa Miðflokks­ins var á sömu leið en þar er bent á að ný­búið sé að rifta samn­ing­um við Heklu hf. sem hafi átt að fá lóðina:

„Það er ánægju­legt að sjá að Garðheim­ar hafa fallið frá því að hefja upp­bygg­ingu inn­an Elliðaár­dals­ins á svæði Þ73 við Stekkj­ar­bakka. Það gef­ur von­ir um að hægst hafi á inn­rás og upp­bygg­ingu í daln­um.

Svo virðist að þessi flutn­ing­ur Garðheima sé í fyrsta for­gangi hjá Reykja­vík­ur­borg því ný­búið er að rifta samn­ing­um við Heklu hf. sem átti að fá þessa lóð.

En það er kannski ekki að undra því nú þegar hef­ur verið ákveðið að á milli 750 og 1.200 íbúðir rísi á lóð Garðheima. Samt er lýst yfir áhyggj­um af aðgeng­is­mál­um að fyr­ir­tæk­inu á nýj­um stað,“ seg­ir þar.

Svæðið þar sem Garðheim­ar standa á núna.

Heimild: Mbl.is