Home Fréttir Í fréttum Stefnt er á að bygging Kársnesskóla í Kópavogi verði boðin út í...

Stefnt er á að bygging Kársnesskóla í Kópavogi verði boðin út í ágúst næstkomandi

208
0
Hönnunarstjóri hönnunarteymisins að nýjum Kársnesskóla var Jón Ólafur Ólafsson arkitekt.

Stefnt er á að bygging Kársnesskóla við Skólagerði verði boðin út í ágúst næstkomandi. Skólinn verður reistur úr KLT timbureiningum.

<>

Byggingin verður Svansvottuð og verður þá fyrsta skólahúsnæðið á landinu sem er Svansvottað. Byggingin mun hýsa leikskóla og grunnskólanemendur á fyrsta skólastigi.

Verkfræðistofan Mannvit sá um heildarhönnun skólans að loknu útboði en Batteríið og Landslag ehf. voru í teyminu með Mannviti.

Hönnunarstjóri hönnunarteymisins var Jón Ólafur Ólafsson arkitekt. Nýr Kársnesskóli verður 5.750 m2 að stærð.

Framkvæmdaáætlun gerir ráð fyrir að verklok byggingarinnar verði í maí 2023.

Þar til nýr Kársnesskóli er risinn verða lausar skólastofur við Kársnesskóla Vallargerði nýttar fyrir starfsemi skólans en þær hafa verið í notkun undanfarin ár.

Kársnesskóli Skólagerði var rýmdur vegna umfangsmikilla rakaskemmda í febrúar 2017. Samþykkt var að stofna vinnuhóp um framtíðartíðarskipulag og þróun húsnæðis skólans.

Í apríl 2018 samþykkti bæjarstjórn Kópavogs að veita heimild til að bjóða út hönnun á nýju skólahúsnæði við Skólagerði og heimild til útboðs á niðurrifi á húsnæði Kárnesskóla, en það hafði verið dæmt ónýtt.

Í október 2018 hófst niðurrif skólans sem lauk í ársbyrjun 2019. Jarðvinnuframkvæmdum vegna nýs Kársnesskóla lauk í byrjun árs 2020.

Loading..