F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Kuggavogur – Skektuvogur. Gatnagerð og lagnir, útboð nr. 14936
Framkvæmdirnar fela í sér rif á núverandi föstu yfirborði í komandi gangstéttastæðum og jarðvegsskipti undir nýjar gangstéttar utan lóðarsvæða.
Þessu til viðbótar felast framkvæmdir í fullnaðarfrágangi veitulagna í gangstéttarstæði, fullnaðarfrágangi gangstéttayfirborðs og regnbeða í hluta af Kuggavogi og Skektuvogi auk fullnaðarfrágangs götulýsingar á hlutasvæðum.
Helstu magntölur eru:
•.. Uppgröftur og brottakstur 1.150 m³
•.. Malarfylling 750 m³
•.. Forsteyptur kantsteinn 600 m
•.. Hellu- og steinlagnir 2.000 m2
•.. Gróðurbeð 2m x 2m 20 stk
•.. Hitaveitulagnir 420 m
•.. Jarðstrengir 2.600 m
Lokaskiladagur verksins er 1. desember 2020.
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 12:00, þriðjudaginn 14. júlí n.k., á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.
Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 28. júlí 2020.