Home Fréttir Í fréttum Lést þegar bygginga­krani féll á í­búða­byggð í Lundúnum

Lést þegar bygginga­krani féll á í­búða­byggð í Lundúnum

154
0
Íbúar voru skiljanlega í miklu áfalli. Mynd/Skjáskot

Miklar skemmdir urðu á nærliggjandi húsum og mörg dæmi um að þök séu gjörónýt.

<>

Einn lét lífið þegar 20 metra hár byggingakrani féll á íbúðahús í austurhluta Lundúna í dag. Tveir aðrir voru fluttir á sjúkrahús með höfuðáverka.

Að sögn slökkviliðs lenti kraninn á tveimur raðhúsum og á ókláruðum íbúðahúsum. Atvikið átti sér stað um klukkan 14:30 að staðartíma.

Motiur Rahman var heima hjá sér þegar hann sá kranann falla til jarðar og tók til fótanna.

„Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég hélt að heimurinn væri að enda,“ sagði hann í samtali við Sky News.

Öðrum íbúa leið eins og að jarðskjálfti hafi riðið yfir. Litlu hafi munað þegar kraninn lenti á tveimur svefnherbergjum.

„Ég get ekki hugsað mér hvernig hefði farið ef bróðir minn eða systir hafi verið í herbergjunum.“

Að sögn framkvæmdastjóra verktakafyrirtækis sem starfaði á nærliggjandi framkvæmdasvæði var kraninn settur upp í gær.

Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty

Heimild: Frettabladid.is