21.7.2015
Tilboð opnuð 21.júlí 2015. Styrking og endurbætur á 6,5 km kafla á Hringvegi (1). Kaflinn er frá Jökulsá á Dal að Heiðarseli. Í útboðinu felst m.a. breikkun vegar, lenging ræsa, þurrfræsing og lagning tvöfaldrar klæðingar.
Helstu magntölur eru:
Fylling | 10.000 | m3 |
Skering | 1.000 | m3 |
Fláafleygar | 15.000 | m3 |
Burðarlag 0/22 mm (þ.m.t. efnisvinnsla steinefna) | 3.000 | m3 |
Styrktarlag | 10.000 | m3 |
Þurrfræsing | 44.000 | m2 |
Tvöföld klæðing (þ.m.t. efnisvinnsla steinefna) | 50.000 | m2 |
Frágangur fláa | 100.000 | m2 |
Verkið er áfangaskipt og er gert ráð fyrir að breikka veginn að mestu á árinu 2015 og ljúka breikkun vegar, fræsa burðarlag og klæðingu ásamt öðrum verkþáttum að fullu fyrir 1. september 2016.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Héraðsverk ehf., Egilsstöðum | 150.000.000 | 108,8 | 10.120 |
Þ.S. Verktaka ehf., Egilsstöðum | 139.879.614 | 101,5 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 137.874.000 | 100,0 | -2.006 |