Home Fréttir Í fréttum Mesti sam­drátt­ur í bygg­ingu hús­næðis í átta ár

Mesti sam­drátt­ur í bygg­ingu hús­næðis í átta ár

167
0
Mynd: mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Blik­ur eru á lofti varðandi fram­boðshlið hús­næðismarkaðsins, að mati hag­deild­ar Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar.

<>

„Hag­deild­in tel­ur að nú­ver­andi ástand á bygg­ing­ar­markaði geti leitt til skorts og hækk­un­ar fast­eigna­verðs, en sam­kvæmt taln­ingu Sam­taka iðnaðar­ins í mars síðastliðnum mæld­ist tals­verður sam­drátt­ur í íbúðum í bygg­ingu, þá einkum á fyrstu bygg­ing­arstig­um“, seg­ir í til­kynn­ingu.

11% færri íbúðir í bygg­ingu og 42% færri á fyrstu bygg­ing­arstig­um

Á höfuðborg­ar­svæðinu og í ná­grenni þess eru nú 5.400 íbúðir í bygg­ingu. Eru það um 11% færri íbúðir en vorið 2019 sem er mesti sam­drátt­ur sem hef­ur orðið frá ár­un­um 2011-2012. 42% færri íbúðir eru á fyrstu bygg­ing­arstig­um á höfuðborg­ar­svæðinu sam­an­borið við vortaln­ing­una 2019.

Gert er ráð fyr­ir að 2.100 íbúðir verði  full­gerðar á höfuðborg­ar­svæðinu og í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um þess á ár­inu 2020 en fyr­ir ári var því spáð að yfir 3.000 nýj­ar íbúðir yrðu til­bún­ar til af­hend­ing­ar á ár­inu. Því er gert ráð fyr­ir því að 30% færri íbúðir verði full­gerðar á ár­inu en áður var áætlað.

Hag­deild­in tel­ur ekki að eft­ir­spurn eft­ir hús­næði muni minnka jafn mikið á því sam­drátt­ar­skeiði sem gengið er í garð og á því síðasta.

Heimild: Mbl.is