Vegagerðin óskar eftir tilboðum í Sementsfestun og þurrfræsingu á Vestursvæði 2020.
Áætlaðar magntölur:
- Festun með sementi 34.000 m2
- Þurrfræsing og jöfnun 2.780 m2
- Tvöföld klæðing 37.000 m2
- Efra burðarlag afrétting 1.840 m3
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 15. júní 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 30. júní 2020.
Ekki verður haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og verðtilboð.