F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Samgöngubætur – Grafarvogur norður, útboð nr. 14904.
Yfirlit yfir verkið og magntölur:
Verkið felur í sér gerð ýmissa aðgerða við samgöngubætur í Grafarvogi norður. Þær fela í sér gerð nýrra og endurgerð eldri hellulagðra upphækkaðra gönguleiða, gerð gangbrauta, skiltun og yfirborðsmerkingar, lagningu göngustígs og gerð þrenginga auk uppsetningu á ljósastaurum vegna gangbrautarlýsingar og aukinnar lýsingar og uppsetningu á stólpum fyrir gangbrautarljós auk tilheyrandi jarðvinnu, skurð- og strenglögnum ásamt yfirborðsfrágangi.
Lögð er áhersla á að allar magntölur eru áætlaðar og geta breyst. Helstu magntölur útboðsins eru:
- Uppúrtekt : 210 m3
- Fyllingar : 510 m3
- Malbikun : 600 m2
- Hellulögn : 450 m2
- Steyptar gangstéttar : 170 m2
- Strengskurðir : 690 m2
- Uppsetning ljósastaura : 25 stk
Lok framkvæmdatíma: 1. október 2020
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 13:00, þann 16. júní 2020, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.
Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 29. júní 2020.