Home Fréttir Í fréttum Bæjaryfirvöld á Höfn í Hornafirði hafa ákveðið að fella niður gatnagerðargjöld á...

Bæjaryfirvöld á Höfn í Hornafirði hafa ákveðið að fella niður gatnagerðargjöld á 27 lóðum í bænum

204
0
Hornafjörður
Bæjaryfirvöld á Höfn í Hornafirði hafa ákveðið að fella niður gatnagerðargjöld á 27 lóðum í bænum. Bæjarstjórinn segir að með þessum aðgerðum gefi sveitarfélagið allt að tveggja milljóna króna afslátt af byggingarverði.

Talsvert er af tilbúnum lóðum á Höfn og bæjarstjórn nýtti sér ákvæði í lögum um gatnagerðagjöld þannig að verðandi lóðarhafar fá lóðirnar endurgjaldslaust. Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri segir að þetta séu lóðir fyrir 18 einbýli, 8 fjölbýli og eitt parhús.

<>

Ætlast sé til að þar verði byggðar íbúðir en hyggist fólk nýta húsnæðið undir heimagistingu eða gistiheimili verði að greiða hluta lóðargjalds. Undanfarin ár hefur það færst í aukana að íbúðarhús séu nýtt sem gistiheimili. Það sé ein af ástæðum þess að skortur er nú að verða á íbúðarhúsnæði í bænum. Bæjarstjóri segir þó marga þætti hvetja til þessara aðgerða bæjarstjórnar.

„Þetta er tilraun af okkar hálfu til að ýta undir það að menn byggi,“ segir Björn. „Það hefur lengi loðað við að það er umtalsvert dýrarar að byggja hús út á landi en söluandvirði þeirra hefur verið. Menn eru að taka ákveðna áhættu, ef við getum kallað það svo, með því að byggja sér hús út á landi. Þetta ætti að vera ákveðið lóð á vogaskálarnar með að hjálpa fólki hvað það snertir.“

Heimild: Rúv.is