Home Í fréttum Niðurstöður útboða Tilboð opnuð vegna hitaveitu í Fljótum

Tilboð opnuð vegna hitaveitu í Fljótum

157
0

Tilboð í efnislið hitaveitu í Fljótum voru opnuð 24. mars sl. hjá Ríkiskaupum. Efni var boðið út sameiginlega með Hitaveitu Húnaþings Vestra. Útboðinu var skipt í tvo hluta, stál og PEX (plast) lagnir.

<>

Alls bárust tilboð frá fimm aðilum, eins og fram kemur í fundargerð veitunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá því á miðvikudaginn. Veitunefnd samþykkti tilboðin og lagði til að gengið yrði til samninga við lægstbjóðendur.

Lægsta tilboð í stállagnir fyrir Skagafjarðarveitur kom frá Set ehf. upp á 481.915.- evrur eða um 85% af kostnaðaráætlun. Lægsta tilboð í PEX (plast) lagnir fyrir Skagafjarðarveitur kom frá Ísrör ehf. upp á 298.128.- evrur eða um 82% af kostnaðaráætlun.

Tilboð í borholu- og dæluhús voru opnuð hjá Skagafjarðarveitum 26. mars sl. Í útboðinu var boðin út smíði á borholuhúsi við Langhús ásamt dæluhúsum við Molastaði og Hvamm. Alls bárust þrjú tilboð í verkið.
Lægsta tilboð í smíði húsanna átti Friðrik Jónsson ehf. upp á 20.957.668.-kr eða um 87% af kostnaðaráætlun. Nefndin samþykkti tilboðið og lagði til að gengið yrði til samninga við lægstbjóðanda.

Heimild: