Vinna er farin á fullt við hráefnistanka Ísfélags Vestmannaeyja sem setja á upp á Nausthamarsbryggju.
Tankarnir sem verða fjórir talsins verða notaðir þegar verið er að landa úr skipum loðnu til hrognavinnslu. Guðlaugur Friðþórsson, vél- og viðhaldsstjóri hjá Ísfélaginu segir í samtali við Eyjar.net að HS vélaverk hafi fengið jarðvinnuna. „Steini og Olli smíðar húsið undir tankana og Skipalyftan/Eyjablikk er með tankana sjálfa.”
Guðlaugur segir að önnur verk hafi ekki enn farið í útboð, s.s lagnir og fleira.
Heimild: Eyjar.net