Framkvæmdanefnd um stækkun Ljósatraðar 2 Hafnarfirði, f.h. verkkaupa, sem er Frímúrarahúsið Ljósatröð, óskar eftir tilboði í viðbyggingu við Ljósatröð 2; þ.e. að steypa undirstöður, veggi og gólfplötu og fullgera burðarvirki þaks og klæða þakið með viðarklæðningu.
Viðbygging sú sem byggja skal er einnar hæðar, steinsteypt með steyptri gólfplötu og léttu þaki byggðu upp með stálbitum og timburvirki að öðru leyti.
Stærð viðbyggingar er um 120m2.
Verkið skal hefjast eigi síðar en 10. júní 2020 og skal verkið fullklárað eigi síðar en 1. september 2020.
Útboðsgögn verða til afhendingar hjá Verksýn ehf., Síðumúla 1, Reykjavík, sími 5176300 frá og með 22. maí 2020. Verða útboðsgögn send bjóðendum með tölvupósti.
Bjóðendur geta nálgast gögn hjá Verksýn ehf. á tölvukubb (USB) sem bjóðendur leggja til.
Tilboðum skal skilað eigi síðar en 2. júní 2020 kl. 16:30 hjá Verksýn ehf., Síðumúla 1, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð þar þann 2. júní 2020 kl. 17:00 í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska.
Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Fyrir hönd framkvæmdanefndar,
Verksýn ehf., Síðumúla 1, Reykjavík
Heimild: Frímúrarareglan á Íslandi