Home Fréttir Í fréttum 04.06.2020 Leiksvæði í Leirvogstunguhverfi og Helgafellshverfi

04.06.2020 Leiksvæði í Leirvogstunguhverfi og Helgafellshverfi

201
0
Mynd: Mosfellingur.is

Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Leiksvæði í Leirvogstunguhverfi og Helgafellshverfi.

<>

Verkið felur í sér uppbyggingu og frágang á tveimur leiksvæðum í Helgafells- og Leirvogstunguhverfi með landmótun, leiktækjum, búnaði og yfirborðs­frágangi ásamt lýsingu.

Helstu magntölur:

Uppúrtekt og tilflutningur á jarðvegi – um 900 m³
Hellulagnir – um 230 m²
Grjóthleðsur – um 20 m
Fallvarnir/slitlag – um 110 m²
Leiktæki og búnaður – um 30 stk
Ljósastólpar – um 6 stk

Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2020.

Útboðsgögn verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með klukkan 11:00 á þriðjudeginum 26. maí 2020.

Tilboðum skal skilað á sama stað, bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, eigi síðar en fimmtudaginn 4. júní 2020 kl.11:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.