Home Fréttir Í fréttum Dýrafjarðargöng – Framvinda í vikum 19 & 20

Dýrafjarðargöng – Framvinda í vikum 19 & 20

359
0
Myndir: Dýrafjarðagöng /bb.is

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í vikum 19 & 20 við vinnu Dýrafjarðarganga.

<>

Haldið var áfram að keyra neðra burðarlag í veginn í göngunum og utan við munna og framlengja fráveitu og 11 kV lögnum út eftir vegskálum.

Haldið var áfram með að setja upp festingar fyrir skilti í göngunum og ídráttarrör að þeim fyrir rafmagn. Einu vegræsi var komið fyrir utan við gangamunnann í Dýrafirði.

Haldið var áfram að leggja ídráttarrör fyrir rafmagn og stýristrengi meðfram hægri vegöxl og í tæknirýmin. Spenni og rofaskáp var komið fyrir í tvö tæknirými.

Haldið var áfram með að grafa skurð fyrir 132 kV jarðstreng í vinstri vegöxl. Búið er að draga út fimm hluta af sex af 132 kV jarðstrengnum og unnið við tengivinnu. Vinna hélt áfram við uppsetningu á festingum fyrir strengstiga og strengstiganum sjálfum sem mun liggja eftir endilöngum göngunum og í útskotum.

Fjarskiptahúsum var komið fyrir á steyptar undirstöður beggja vegna ganganna.

Á meðfylgjandi myndum má sjá uppsetta strengstiga, fjarskiptahús, lagnavinnu í vegskála, söndun fyrir 132 kV jarðstreng, spenni komið inn í tæknirými, 132 kV streng í skurði utan ganga og vinnu við tengingu á 132 kV streng.

Heimild: BB.is