Home Fréttir Í fréttum Vísitala byggingarkostnaðar lækkar um 2,8% á milli mánaða

Vísitala byggingarkostnaðar lækkar um 2,8% á milli mánaða

161
0

Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð um miðjan maí 2020, er 147,6 stig (desember 2009=100) og lækkar um 2,8% frá fyrri mánuði.

<>

Innflutt efni hækkaði um 1,6% (áhrif á vísitölu 0,3%) en vinnuliður lækkaði um 8,6% (-3,1%) vegna nýrra laga nr. 25/2020 um tímabundnar ráðstafanir til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru (Covid-19).

Lögin hækka meðal annars tímabundið endurgreiðslur virðisaukaskatts af vinnu við byggingarframkvæmdir íbúðarhúsnæðis í 100%.

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 1,2%. Vísitalan gildir í júní 2020.

Heimild: Hagstofan.is