Home Fréttir Í fréttum Nýr þjónustukjarni fyrir fatlaða rís á Akureyri

Nýr þjónustukjarni fyrir fatlaða rís á Akureyri

182
0
Mynd/ n4.is

Sex íbúða þjónustukjarni við Klettaborg á Akureyri, sem sérhannaður er fyrir fatlað fólk verður tekinn í notkun síðar á árinu. Þetta kemur fram á vef N4.

<>

Þar segir að með tilkomu þjónustukjarnans muni aðstaða íbúa og starfsfólks gjörbreytast til hins betra.

Allir íbúar munu meðal annars fá sína eigin íbúð, en flestir hafa til þessa deilt herbergi með öðrum.

Þá verður öll aðstaða til félagsstarfs og samveru mun betri og þægilegri.

Heimild: Kaffid.is