Home Fréttir Í fréttum Pelshjónin vilja byggja fjölbýlishús í hjarta miðbæjarins

Pelshjónin vilja byggja fjölbýlishús í hjarta miðbæjarins

657
0
Pelshjónin Ester og Karl Mynd: Mannlíf.is

Karl Steingrímsson athafnamaður, Kalli í Pelsinum, og eiginkona hans, Ester Ólafsdóttir, vilja byggja fjölbýlishús á Norðurstíg 5, í hjarta miðbæjarins.

<>

Umsóknin er í nafni A 16 fasteignafélags ehf., sem er eign þeirra hjóna. Fyrirtækið er þinglýstur eigandi eins af þremur eignarhlutum Norðurstígs 5, þar sem nú er skemma með veggjakroti, sem samþykkt var að rífa í júlí árið 2016.

Samsett mynd: Mannlíf.is

Framkvæmdir hafa verið á þessu svæði á vegum Reykjavíkurborgar, Norðurstígur liggur á milli Vesturgötu og Geirsgötu og tengist Nýlendugötu í gegnum port út á Ægisgötu.

Umsóknin var tekin fyrir á fundi byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar á þriðjudag.

„Sótt er um leyfi til að byggja þriggja íbúða steinsteypt fjölbýlishús á fjórum hæðum með innbyggðum tveggja stæða bílskúr á lóð nr. 5 við Norðurstíg. Stærð, A-rými: 329 ferm., 1.127,5 rúmm. B-rými 54,7 ferm. Um er að ræða sömu teikningar og gögn og í erindi BN048580 samþykktu 7. júni 2016 og erindi BN054803 samþykktu 19. júní 2018. Umsókn um niðurrif BN051371 var samþykkt 12. júlí 2016. Stærð, A-rými: 329 ferm., 1.127,5 rúmm. B-rými 54,7 ferm.”

Heimild: Mannlíf.is