Vegagerðin óskar eftir tilboði í gerð hringtorgs á Hringvegi í Vík í Mýrdal auk breytinga allra aðliggjandi vega og stíga til að ljúka gerð vegaframkvæmdanna endanlega.
Til framkvæmdanna teljast einnig breytingar á Hringveginum rétt vestan hringtorgsins á móts við Víkurskála, gerð og breytingar á umferðareyjum þar.
Einnig skal endurnýja vegyfirborðið um vestanverðan Hringveginn í gegnum Vík, að fyrstu bæjargötunni (Mýrarbraut). Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Mýrdalshrepps.
Helstu magntölur:
Fræsing 7.020 m2
Umframefni úr skeringum 961 m3
Ofanvatnsræsi 585 m
Brunnar og niðurföll 30 stk
Styrktarlag 6.399 m3
Burðarlag 833 m3
Tvöfalt malbik 10.570 m2
Kantsteinar 2.542 m
Hellulögn 537 m2
Umferðarmerki 63 stk.
Götulýsing, skurðgröftur og strengur 560 m
Ljósastaurar 32 stk.
Málun 1.348 m
Verkinu skal að fullu lokið 1. október 2020.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 11 . maí 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 26. maí 2020.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.