Home Fréttir Í fréttum 09.06.2020 Bústaðavegur 151-153. Gatnagerð og lagnir. Eftirlit

09.06.2020 Bústaðavegur 151-153. Gatnagerð og lagnir. Eftirlit

201
0

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk: Bústaðavegur 151 – 153. Gatnagerð og lagnir. Eftirlit, EES útboð nr. 14836

<>

Verkið felst í:

Um er að ræða eftirlit með jarðvinnu, uppsteypu undirganga og stoðveggja, lagnavinnu og yfirborðsfrágangi.

Byggingu undirganga fyrir gangandi og hjólandi umferð undir Bústaðaveg og gerð hringtorgs á Bústaðaveg, ásamt allri jarðvinnu þessu tengt. Hækkun Bústaðavegar, malbikun og frágangur á um 200 m kafla.

Gerð nýrrar götu frá Bústaðavegi til norðurs, vestan við Sprengisand og hesthús. Gerð göngu- og hjólreiðastígs frá Miklubraut, meðfram rampa að Reykjanesbraut, suður fyrir ofannefnd undirgöng. Gerð tengistíga. Malbika skal stíga og ganga frá umhverfi.Færslu rampa lítillega til austurs. Byggingu stoðveggja ásamt hljóðvörn. Gerð vegriða og handriða.

Flutningi rafstrengja, lögn götuljósastrengja, uppsetningu ljósastaura á stoðveggjun og meðfram stígum, Bústaðavegi og nýrri götu. Lögn fráveitulagna, gerð „blágrænna ofanvatnslausna“, lögn neysluvatns- og hitaveitulagna, lögn raflagna og gatna- og stíglýsingar. Lögn ljósleiðara.

Eftirlitsaðili skal halda verkfundi með verktaka og umsjónarmönnum verkkaupa eftir því sem við á miðað við stöðuna í verkinu.

Eftirlitsaðili skal halda reglulega fundi með umsjónarmönnum verkkaupa, þ.e. fulltrúum frá USK, Vegagerðinni, Veitum, Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu, þar sem farið verður yfir framvindu verksins og áætlað framhald verksins.

Eftirlitsverkið skal vinna samkvæmt meðfylgjandi útboðs- og verklýsingu auk verksamninga og annarra fylgigagna samnings um ofangreint útboðsverk.

Eftirlitsaðili skal annast eftirlit og innmælingar fyrir verkkaupa.
Lok eftirlitssamning 15. febrúar 2022.

Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 17:00, föstudaginn 8. maí 2020, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.

Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 9. júní 2020.