Home Fréttir Í fréttum 15 mánaða fangelsi fyrir skattsvik

15 mánaða fangelsi fyrir skattsvik

367
0
Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi byggingaverktaka í gær til fimmtán mánaða fangelsisvistar, þar af eru tólf mánuðir skilorðsbundnir.

<>

Maðurinn var sakfelldur fyrir að standa ríkinu ekki skil á virðisaukaskatti sem hann innheimti af viðskiptavinum.

Þetta er í annað skipti á þremur árum sem sami maður hlýtur dóm fyrir skattalagabrot, í fyrra skiptið fékk hann tólf mánaða skilorðsbundinn dóm.

Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ekki staðið ríkinu skil á 8,7 milljóna króna virðisaukaskatti á árunum 2017 og 2018. Peningana nýtti hann í rekstur fyrirtækis síns.

Maðurinn rauf skilorð fyrri dóms og er sá dómur því reiknaður með í refsingu hans núna.

Maðurinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í Hæstarétti árið 2017 en nú var hann dæmdur til fimmtán mánaða fangelsisvistar.

Þar af falla tólf mánuðir niður ef hann heldur skilorð í þrjú ár frá uppkvaðningu dóms í gær.

Heimild: Ruv.is