Home Fréttir Í fréttum 12.05.2020 Aðkomuvegur að gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs

12.05.2020 Aðkomuvegur að gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs

137
0
Mynd: Vatnajökulsþjóðgarður

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í gerð 0,5 km langs vegar að fyrirhugaðri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs, auk jarðvegsskipta fyrir bílaplan og afvötnun þess.

<>

Helstu magntölur eru:
– Skeringar 11.700 m3
– Fyllingar 4.500 m3
– Styrktarlag 6.000 m3
– Burðarlag 200 m3
– Frágangur fláa 7.000 m2
– Lagnir 150 m

Verklok eru 15. ágúst 2020.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 27. apríl 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 12. maí 2020.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.