Home Fréttir Í fréttum Fram­kvæmd­ir fyr­ir 450 millj­ón­ir í Tryggvagötu

Fram­kvæmd­ir fyr­ir 450 millj­ón­ir í Tryggvagötu

202
0
Mósaík­verk Gerðar Helga­dótt­ur á Toll­hús­inu. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Áfram verður unnið við að end­ur­gera Tryggvagöt­una í sum­ar sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Reykja­vík­ur­borg.

<>

Frá end­ur­gerðu Bæj­ar­torgi og Stein­bryggju verður haldið áfram til vest­urs að Naust­um. Naust­in verða einnig end­ur­gerð frá Tryggvagötu að Geirs­götu. Að ári er svo áætlað að vinna síðasta áfang­ann frá Naust­um að Gróf­inni.

Borg­ar­ráð veitti í gær heim­ild til útboðs fram­kvæmda. Gert er ráð fyr­ir að til­boð í verk­efnið verði opnuð í maí og verktaki geti hafið störf í júní.

Áætlað er að fram­kvæmd­irn­ar við end­ur­gerð Tryggvagötu frá Póst­hús­stræti að Gróf­inni muni kosta 450 millj­ón­ir króna.

Verkið er unnið í sam­starfi við Veit­ur sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá fram­kvæmda­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar.

Tryggvagata eft­ir breyt­ing­ar. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

„Mósaík­verk Gerðar Helga­dótt­ur á Toll­hús­inu mun að lokn­um fram­kvæmd­um fá að njóta sín bet­ur en áður. Und­ir lista­verk­inu verður torg sem ligg­ur ein­stak­lega vel við sólu og hent­ar því vel sem dval­ar­svæði fyr­ir veg­far­end­ur.

Á svæðinu verða einnig litl­ir þokuúðarar sem bjóða upp á leik og veita svæðinu ákveðna dulúð.

Mósa­ík­mynd­in á suður­hlið Toll­húss­ins var sett upp fyr­ir nærri hálfri öld, sum­arið 1973. Arki­tekt húss­ins, Gísli Hall­dórs­son, sagði þegar verkið kom til lands­ins, að mynd­in lyfti upp svipn­um á Tryggvagöt­unni.

Það eru orð að sönnu og mun hún gera það enn bet­ur að fram­kvæmd­um lokn­um. Lista­verkið verður lýst upp og fá mósaíkstein­arn­ir að njóta sín bet­ur en áður á þess­um 142 m2 fleti.

Gerður var brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist hér á landi og einnig frum­kvöðull í glerl­ist. Lista­kon­an lést tveim­ur árum eft­ir að toll­hús­verkið var klárað, aðeins 47 ára göm­ul. Minn­ing henn­ar mun lifa áfram í lista­verk­inu, nú við fal­legt, gróður­sælt og sól­ríkt torg,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá borg­ar­yf­ir­völd­um.

Heimild: Mbl.is