Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við Miðbakka leiða til tafa á uppsetningu eimreiðarinnar Minør

Framkvæmdir við Miðbakka leiða til tafa á uppsetningu eimreiðarinnar Minør

215
0
Minor-eimreiðin með fjölda vagna á Grandagarði. Verkamenn ganga á sliskjum meðfram brautinni en verið er að hvolfa úr nokkrum vögnum til vesturs. Örfirisey í baksýn. Mynd: Faxaflóahafnir.is

Eimreiðin Minør er vanalega sett upp í kringum sumardaginn fyrsta og tekin niður fyrsta vetrardag. Það verða hins vegar breytingar á því fyrirkomulagi þetta árið þar sem framkvæmdir eru nú í gangi við Hvalinn á Miðbakka.

<>

Eimreiðin verður sett upp þegar nær dregur sumri.

Í ár eru 103 ár liðin síðan eim­reiðarnar Minør og Pioner luku verki sínu við gerð Gömlu hafnarinnar. Eimreiðin Minør hefur ávallt verið í vörslu Faxaflóahafna yfir vetrartímann á meðan eimreiðin Pioner hefur verið varðveitt allt árið í kring á Árbæjarsafni.

Eimreiðarnar voru keyptar hingað til lands vegna hafn­ar­gerðar. Þar að auki var járn­braut lögð frá Öskju­hlíð, Kringlumýri og Skóla­vörðuholt­inu.

Heimild: Faxaflóahafnir.is