Vegagerðin óskar eftir tilboðum í varnargarð við Víkurklett og hækkun á hringvegi (1).
Helstu magntölur eru:
Verkhluti: Varnargarður
- Grjót 1.830 m3
- Uppgröftur 550 m3
- Fylling 14.120 m3
Verkhluti: Vegagerð
Hækkun vegar á 420 m löngum kafla milli stöðva 9980 og 10400 á Hringvegi til móts við Víkurklett.
- Fylling úr skeringum 335 m3
- Fylling úr námum 1.430 m3
- Fláafleygar 1.100 m3
- Styrktarlag 2.210 m3
- Burðarlag 760 m3
- Klæðing 3.270 m2
Verkinu skal að fullu lokið 15. september 2020
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 6. apríl 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 21. apríl 2020.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.